Við bjóðum uppá þjónustu á staðnum í hádeginu, þar sem starfsmaður á vegum okkar sér um að bera fram eða skammtar og gengur frá eftir hádegisverðinn. Einnig bjóðum við upp á heildarlausn í rekstri mötuneyta, afleysingar vegna t.d veikinda eða sumarafleysinga.
Þjónusta
Okkar þjónusta og afleysingar
Maturinn
Við bjóðum daglega upp á sjö fjölbreytta rétti. Á hverjum degi er nýr fiskréttur, kjötréttur, grænmetisréttur og salatréttur. Fastir réttur á matseðlinum eru hamborgari og franskar, fiskur í raspi og franskar og sesarsalat. Því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Einnig bjóðum við upp á súpu dagsins, heimabakað brauð og ferskt meðlætissalat.
SÉRÞARFIR
Við gerum okkar besta til að koma til móts við sérþarfir viðskiptavina okkar. Við bjóðum lágkolvetna útgáfur af flestum rétta okkar og aðlögum réttina ef um óþol eða ofnæmi er að ræða.
Hráefni
Við hjá Ráðlögðum dagskammti leggjum metnað okkar í að vinna allt hráefni frá grunni, notum eingöngu fyrsta flokks hráefni. Kartöflur beint frá bónda, sérvalinn ferskur fiskur, kjöt, salat, grænmeti og ávextir það ferskasta á hverjum tíma. Heimabakað brauð, sósur og súpur unnið frá grunni.